Kæru Íslendingar
Gaman að þið skuluð kíkja á þessa síðu!
Solstraaler eru frjáls félagasamtök sem styðja fátæk börn á Indlandi til náms.
Í lögum félagsins stendur: Stjórnarmenn geta ekki tekið laun fyrir störf sín fyrir Solstraaler. Allur rekstrarkostnaður er greiddur af stjórnarmönnum. Allt sem safnast inn fyrir félagið fer til fátækra barna í Indlandi.
Solstraaler er í samvinnu við Indverja um að halda Skólaheimili í Puttaparthi í Indlandi gangandi. Það heitir Prasanthi English Medium School.
Solstraaler styður 4 börn á heimili fyrir götubörn, sem er rekið af indverskri konu.
Solstraaler styður líka einstök börn í framhaldsnám.
Við vonum að þið getið lesið norskuna og þannig fylgst með blogginu. Ef þið eruð í vandræðum með að skilja eitthvað á síðunum, eða ef þið hafið spurningar um starfið, er bara að spyrja.
Þið getið sett spurningar á íslensku undir «Legg igjen et svar» eða sent e-póst til sigrun@solstraaler.no